Quantcast
Channel: DansiDans.com - Raf- og danstónlist á Íslandi » Hypno
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3

Árslisti – Magnus Felix

$
0
0

Mér hefur alltaf þótt erfitt að búa til topp lista fyrir árið. Þar sem árið er svo óþægilega langt þá á ég það til að gleyma lögum frá byrjun árs og hugsa aðeins lög sem ég er að hlusta núna. Svo þegar maður rennur yfir lista frá öðrum finnur maður alls konar lög sem hefðu kannski komist a listans manns.  Ég áskil mér þess vegna rétt til að breyta og bæta listanum. Er það ekki annars tilgangur árslista að kynna eða minna aðra á skemmtileg lög frá árinu?

15.Cosmin TRG – Liebe Suende(Rush Hour)
Hvað er málið með Rúmena og góða danstónlist. Eðal deep house frá Cosmin TRG og heyrist vel að hann er hefur verið að grúska í dubsteppi.

14. West Norwood Cassette Library – Blond On Blonde(TEAL)
Skemmtilegt  house, Pearson Sound remixið er líka fínt. Mæli með að fólk fylgist með TEAL.

13. Floating Points – Peoples Potential(Eglo)
Þetta var svona lag sem ætlaði aldrei koma út. Rakst á þetta soundcloudinu hjá honum og sá síðan release date-ið færast aftur og aftur. Skemmtilegt lag, erfitt að mixa.

12. Hypno – Doo Doo(Pattern)
Íslenskt já takk. Klikkað lag frá Kára Hypno, er þetta piano spilað aftur á bak?

11.Delphic – Doubt(Kyle Hall rmx)(White)
Kyle Hall er hype-inu vel vaxinn og átti stórgott ár. Heyrði þetta fyrst í Resident Advisor mixinu hans Shed og þetta höfðaði strax til mín.

10.James Blake – CMYK(R & S records)
Ungstirnið og Íslandsvinurinn James Blake notar rödd Kelis einstaklega vel í þessu dramantíska lagi. Hefði vilja sjá hann spila á Airwaves.

9.Homework – You got one(Exploited)
Untold spilaði þetta lag á Strøm festival í Kaupmannahöfn og ég missti alveg vitið meðan ég fór á klósettið. Homework leika sér skemmtilega með  Somebody Else’s Guy eftir Jocelyn Brown’s og er vocallin skemmtilega catchy.

8.Moodymann – It´s 2 late 4 U & MeMoodymann klikkar sjaldan. Poppaðasta lagið á Dirty Ol’ vinyl að mínu mati. Elska þennan vocal.

7.Axel Boman – Purple Drank(Pampa)
„I woke up with your name on my lips“. Mér finnst eiginlega fyndnara þegar hann segir „I woke up with your lips“, skil ekki alveg hvað það þýðir. Straight out house lag, mæli líka með Not So Much sem má finna á sömu 12″“.

6.Tullio de Piscopo – Stop Bajon(Theo Parrish)
Heyrði þetta lag fyrst þegar Theo Parrish var gestur hjá Benji B. Líkt og Benji B var ég alveg orðlaus þegar bassinn kikkar inn.

5.Flying Lotus – Do the Astral Plane(Warp)
Tekið af plötunni hans Cosmogramma. Óvenju house’að lag miðað við annað sem hann hefur gert. Sleazy soundið í bassanum ásamt töffara trommugroove er alveg málið.

4.The Hundred In The Hands – Dressed In Dresden(Kyle Hall remix)(Warp)
Kyle Hall tekst að gera þetta frekar leiðinlega lag að algjörri bombu. Momentið þegar lead synthin kemur inn er mega.

3.Actress – Always Human(Honest Jon’s)
Tekið af plötunni hans Splazsh sem var plata ársisins að mati margra. Kickið í þessu lagi er eitthvað svo gróft og töff og ekki skemmir laglínan fyrir.

2.Lone – Raptured(Werk)
Yndislega cheesy synthi spilar semi bjánalega laglínu sem ég veit ekki alveg hvað minnir mig á.

1.Wax – Wax 30003B(Wax)
Shed er maðurinn, straight out gæji skv. þessu sem gerir straight out techno undir nafni Wax. Mæli með plötunni hans The Traveller og 12″ seríunni sem hann gerir undir nafniu EQD.


Tagged: Actress, Cosmin TRG, Floating Points, Homework, Hypno, Kyle Hall, Wax, West Norwood Cassette Library

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3